Jæja, ég held ég geti ekki látið þetta sett rykfalla lengur hjá mér eins og það hefur gert að mestu leyti síðustu mánuði.

Um er að ræða Roland TD-12KBK rafmagns trommusett. Ég hef bara notað það heimavið til að æfa mig og í upptökur. Settið hefur aldrei verið notað live og er mjög vel farið. Því er líklega best lýst sem fáránlega öflugu leikfangi, en samt ekki leifangi þar sem það er mjög pro. Það er snilld að nota midi möguleikann á því í upptökum.

Þetta er það sem fylgdi í orginal pakkanum:
1x TD-12 Percussion Sound Module, Trommuheilinn
1x PD-105BK V-Pad, Snerill 10,5“
3x PD-85BK V-Pad, Toms 8,5”
1x VH-11 V-Hi-Hat, Hi-hat pad og skynjari á stand, án stands
2x CY-12R/C V-Cymbal Ride/Crash, Ride og Crash paddar
1x KD-85BK V-Kick Trigger Pad, Bassatrommu pad
1x MDS-12BK Drum Stand x 1, standur fyrir allt nema hi-hat


Og þetta er það sem ég læt fylgja með aukalega:
1x Roland Kick pedall
1x Hi hat statíf
1x Roland Trommustóll
Kjuðar geta fylgt ;-)


Settið var keypt í Rín í maí 2007 og það eru því ca 2 mánuðir eftir af ábyrgð. Það kostaði um 450.000kr og kostar örugglega talsvert meira í dag. Þetta er næst öflugasta settið frá Roland og það eru ekki mörg svona á landinu.

Hér eru nánari upplýsingar:
http://www.roland.com/products/en/TD-12K/

Og hér eru myndir af settinu:
http://img231.imageshack.us/gal.php?g=img8961.jpg


Ég set 350.000kr á settið eða tilboð. Skoða öll raunveruleg tilboð og skipti.


Væri t.d. til í að skipta á vel með förnu eintaki af Gibson Les Paul og fá eitthvað á milli. Eða Digi 002.

Hafið samband í síma 660-0460, email jon@jonsson.is eða PM.
Jón Ingi