Ég er byrjandi en er þó búinn að glamra í smá tíma á kassagítarinn minn.
Ætla að kaupa mér rafmagnsgítar en veit ekki hvað ég á að kaupa og óska eftir ráðleggingum með það frá ykkur gítarsnillingunum.
Verð skiptir ekki öllu máli en krafa um að gítarinn sé í 100% standi og henti byrjanda sama hvað hann heitir.
Veit um pakka nýlegann og vel farinn til sölu fyrir 8000kr:
http://hljodfaerahusid.is/is/mos/2540
Hef lesið hér á Huga að flestir hafi lítið álit á Squier en munið að ég er að leita að gítar fyrir semi byrjanda. Hvað segið þið um svona fjárfestingu?
Hvað ráðleggið þið mér um og/eða hafið að bjóða?
Takk…