Mér fannst þetta helvíti skemmtilegt.
Kom mér á óvart hvað það renndu margir í gegn að skoða.
Ég hafði mjög gaman að effecta geðveikinni hjá strákunum í Bob. Óvenjulegir effectar og óvenjuleg modd á line6 stompmodúlum. Ég gersamlega slefaði yfir einum Overdrive/fuzz hybrid hjá strákunum:)
Svo fannst mér Tape-echoið hans Valtýs (Elvis2) gersamlega standa upp úr þeim græjum sem ég prufaði. Ótrúlega flott og useable delay sánd.
Ég hér með, lýsi því yfir, að ég á forkaupsrétt á þeirri græju ef hún verður föl (heyriru það Valtýr:)
Einnig fannst mér Mojofuzzinn frá Aramat sem Valýr keypti, geggjuð græja. Er að naga mig í handabakið yfir því að geta ekki yfirboðið Valtýr í þeim efnum. (damn you:) (forkaupsréttur líka þar á ferð haha)
Gaman líka að sjá hvað þó nokkrir könnuðust við manns eigin hljóðfæri og þá sérstaklega stratinn og SG-inn sem Gunnar Örn smíðaði.
Svo fannst mér helvíti flott að sjá að Hljóðfærahúsið/Tónabúðin tækju þátt í þessu. Hefði samt viljað sjá fleiri “high-end” vörur frá þeim t.d. Lampamagnara, gítara o.s.frv….
En eins og svo margir eru búnir að minnast á, hefði þetta getað verið miklu meira planað með allskins atriðum og kynningum.
Flott hefði verið að sjá kannski að hver og einn hefði fengið 10-15 mín til að kynna stöffið sitt, bæði sýna og láta vita hvað hver hefði til sölu o.s.frv.
Annars hafði ég mjög gaman af þessu og mun pottþétt mæta aftur á svona viðburð.
Takk fyrir mig :)
kv gunniwaage
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~