Þú átt að geta séð muninn á þeim með því að bera saman upplýsingar um þá á heimasíðu Gibson.
Munurinn á Custom og Studio er ekki eins mikill og verðmunurinn gefur tilefni til, það eru tildæmis sömu pickuppar í báðum, munurinn felst aðallega að því virðist í skreytingum (bindingar utanum búkinn, hálsinn og hausinn og svo auðvitað demantslagaða merkið)
Það er notaður rósarviður í fingraborðið á Studio og standard en ebony (hvað sem það heitir á íslensku) á Custom.
Allir Gibson Les Paul gítarar eru framleiddir í bandaríkjunum í að ég held örugglega sömu verksmiðju þannig að ég fatta ekki þennann gríðarlega verðmun á milli mismunandi tegunda, ég á Les Paul standard með faded áferð (ekki lakkaður) þeir eru verðlagðir einhversstaðar á milli Les paul Studio og Les Paul Standard, alveg þrusu helvítis gítar, ég á mjög erfitt með að ímynda mér að les Paul Custom sé 200+ þúsund krónum meira virði þó ég eigi örugglega eftir að fá mér svoleiðis einhvern daginn.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.