Hef svo takmarkaða reynslu af Spidernum að ég ætla ekkert að segja, en m.v. verðmiðana ætti Flextone að vera talsvert betri í öllu ;)
Flextoneinn býður líka upp á “hreina” magnaraherma, ekki bara þessar Line6 blöndur (Roland Jazzchorus formagnari með einhverjum Marshall kraftmagnara eða Mesa formagnari í Soldano kraftmagnara og þar frameftir götunum), svo þú getur sótt cleanið úr stælingu á Roland Jazzchorus og drulluna úr Mesa-Boogie Dual Rectifier, svo það er örugglega auðveldara að gramsa eftir “sínu” soundi (eða einhverju ásættanlegu) í þeim þegar maður veit upp á hár hvað er verið að stæla, tala ekki um ef maður þekkir vel fyrirmyndina…