Sælinú, er gítarleikari með Line6 magnara og hef hingað til notast bara við effektana í honum, auk þess sem ég hef öðru hverju notað Boss PW-1o og á einhvern nameless Metal pedal sem ég hef aldrei notað, outputið í honum er eitthvað bilað og mér gengur erfiðlega að laga það.
Ég var að hugsa mér að kaupa mér einhvern einfaldan 30-50w analog magnara og kannski nokkra basic pedala til að nota með, til dæmis metal, rokk, chorus, delay eða acoustic effekt. Eitthvað í þá áttina.
En málið er það að ég botna hreinlega ekkert í hvernig það virkar að nota svona pedala, allir sem hafa reynt að útskýra það fyrir mér hafa gefist upp vegna þess að ég næ þessu einhvern veginn ekki. Þá á ég við hvernig á að setja þá upp, í hvaða röð á að tengja þá, preventa feedback og suð, þess konar hluti.
Er einhver sem hefur idiot-proof leiðbeiningar á stomp pedulum og eru einhverjir sérstakir pedalar sem þið mælið með ?

Með fyrirfram þökkum, knúsum og kossum,
ég.