Jæja ákvað að pósta einni aðferð sem ég las í gamalli gítarbók um hvernig er hægt að fá hálsinn sleipan og fínan..
veit ekki hvort þessi grein var kominn hérna og nennti ekki að leita=) en jæja áfram með smjörið eða vaselínið=)
það sem þarf er: Sandpappír ég notaði P240 og vaselín..
þið byrjið að pússa upp og niður hálsinn þar til Glæran er nánast farinn þannig að það er nánast ber viðurinn..
Svo þrífa hálsinn ég notaði Ajaxgluggahreinsir,
Þegar búið er að þrífa hálsinn þá er makað veselíni á hálsinn og látið liggja á hann í 5-7 daga og svo strokið af..
bæði ég og félagi minn gerðum þetta við okkar gítara og þetta þræl virkar.
Svo er borið á gítarana á rúmmlega 5mánaða fresti…
ég man ekki hvað bókinn heitir skal reyna komast af því..
Gangi ykkur vel.. kv.jón