Prófaðu að kaupa þér Boss cs3 compressor áður en þú fjárfestir í nýjum pickuppum, ég hef verið að sjá þá auglýsta hérna á þetta 4 til 5000 kall, þessar græjur gera alveg kraftaverk fyrir gítara með single coil pickuppum.
Svo stillirðu alla takkana á compressornum þannig að þeir vísi beint upp, það er fín viðmiðunarstilling til að byrja með, stillir svo levelið þannig að það verði ekki nema kannski smá volumeaukning þegar þú kveikir á pedalanum og prófar að bæta aðeins við gainið á takkanum lengst til hægri, þessir pedalar suða ef þú hækkar of mikið í tökkunum á þeim en galdurinn er að finna rétta jafnvægið.
Ég myndi kaupa compressor áður en þú ferð að pæla í pickuppaskiptum, þú getur svo notað compressorinn áfram eftir að þú færð þér nýja pickuppa / nýjann gítar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.