Öh, fleiri strengir?
Ég á 5 strengja bassa og kostirnir eru þeir að ég á auðveldara með að spila með hljómborðum/synthum þeas ég get farið lægra niður í tíðni heldur en með 4 strengja bassa.
Áður en ég keypti 5 strengja bassann þá keypti ég bara strengjasett í 5 strengja bassa og henti grennsta strengnum, var semsagt með 4 strengja bassann stilltann B E A D
Ég sé enga ókosti við 5 strengja bassann, hálsinn er að vísu aðeins breiðari en ég er með nógu langa putta til að það trufli mig ekkert.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.