Það sem er kannski einfaldast að gera er að læra skalana, þá er alltaf hægt að spila upp og niður skalana, í staðinn fyrir að fara beint á nóturnar. Aðal málið kannski að læra hvaða nótur eru ú hverjum skala, þá aðallega dúr og moll, kemst langt á því.
Brotnir hljómar eru líka voða einfaldir og oft hægt að spila flott með bara þeim, fer reyndar eftir því hvað þú ert að spila.
Svo finnst mér rosalega flott að nota hljóma, spila svona 2-3 nótur í einu, það er oft rosalega flott, sérstaklega með moll hljóma.
Slap er líka awesome þegar maður fer að ná soundi í því. Þá er oft mjög töff að spila bara 8undir eða eitthvað, líka flott að nota hammer on og pull off…
En eins og var sagt hér fyrir ofan þá er bassaleikur oft þannig að less is more. Ekki vera að reyna að toða inn fullt af auka nótum til að sýna hvað maður getur…bara láta gítarleikarana um það :P
Hello, is there anybody in there?