ég spila bæði á klassískan og rafmagnsgítar, og ég er búinn að spila bráðum í 2 og hálft ár, og af þeim tíma eyddi ég u.þ.b. hálfu ári í að fara í gítartíma, og þar fannst mér kennslan ganga svo hægt, og þetta var bara of auðvelt, ég var ekkert að bæta mig, þannig að ég hætti, (skildi nóturnar hvort sem er ekkert almennilega vel heldur:P) og er orðinn miiiikið mikið betri frá því. Ég hef eiginlega ekki neitt reynt að læra hér heima, hef bara verið duglegur að spila, reynt að læra mikið af erfiðum lögum, og miðað við árángur minn á þessum 2 og hálfu ári, þá sé ég ekki eftir því að hafa hætt í tímunum af því að mér gengur svoleiðis MIKIÐ betur hérna heima hjá mér að læra sjálfur. Og ef einhver spyr afhverju ég hafi hætt þá er það svarið. En ég er ekki að segja að öllum eigi eftir að ganga betur með að hætta í tímum, þetta bara gekk svoleiðis fyrir sig hjá mér. Ég bara kem úr tónlistarfjölskyldu, og gítarinn lá bara fyrir mér og ég á mjög auðvelt með að læra á hann. T.d. spila ég mikið betur en vinur minn sem hefur spilað frá því hann var smákrakki. Bróðir minn er líka svona, hann er bráðum búinn að spila í 6 ár og spilar eins og hann sé búinn að spila helmingi lengur. EN! þetta er ekkert montcomment hjá mér, ég er bara að segja þetta;)
Schecter C-7 Jeff Loomis Signature