Ég valdi þetta hljóðfæri út af því að það er einfalt og eintak af því er til heima hjá mér. Einnig vegna þess að það er undirstöðuhljóðfæri flestra hljómsveita.
Gítarinn er upprunninn á spáni á 16 öld, þróaðist aðallega vegna atbeina Antonio DeTorres. Gítaarinn náði síðan mikilli útbreiðslu um allan heim og er nú eitt algengasta hljóðfæri sem áhugamenn spila á.
Gítarinn er strengjahljóðfæri. Bæði er hægt að fá gítar með 6 strengjum og 12 strengjum. Gítar er gerður úr viði.Margar gerðir eru til af gítar og eru þar á meðal Martin, Fender, Gibson, Ramirez, Ovation og Gretcsh. Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn hafa spilað á gítar eins og George Harrison(Bítlunum), Wes Borland(Limp Bizkit), Santana, Paul McCartney(Bítlunum) og Elvis Presley.
Eins og mörg strengjahljóðfæri hljómar þetta eins og einhvers konar doing og boing hljóð.
Ég lærði mjög mikið á því að gera þetta verkefni eins og hvaðan gítarinn er upprunnin og hvernig tegundir eru til af honum. Ég væri ekki til í að læra á gítar því að ég held að ég hafi ekki þolinmæði í það.