Ég sá ekkert að þessum gítar nema að seríalnúmerið aftan á gítarhausnum stemmdi ekki alveg, að öðru leyti gat þetta við fyrstu sýn alveg verið the real deal.
Og þar sem þessi gítar var merktur sem Custom Shop módel þá gátu seríalnúmerin alveg verið eitthvað frábrugðin hefðbundnu númerunum, ég var amk alveg til í að trúa því að þetta væri alvöru en eitthvað sagði mér að skoða málið aðeins betur áður en ég borgaði.
Ég hringdi í þjónustusímann hjá Gibson í bandaríkjunum og bar seríalnúmerið undir þá, þeir sögðu mér að þetta væri eftirlíking búin til í kína og þeir væru alltaf að sjá þessi sömu seríalnúmer koma upp á eftirlíkingum, að miðað við þetta númer væri þessi tiltekni gítar framleiddur 909 dag árssins 1952, í minningunni var árið 1952 fjandi langt ár en það vantaði samt nokkra daga upp á að það næði 909 dögum.
Þegar ég hringdi aftur í gaurinn til að segja honum að gítarinn væri eftirlíking hljómaði hann ekki einusinni hissa, þegar ég hringdi í Rín til að spyrja þá hvort þeir vildu eitthvað aðhafast í þessu þar sem þeir væru með umboðið fyrir Gibson á íslandi spurði afgreiðslumaðurinn hvort þetta væri hvítur les paul custom, þeir höfðu fengið hann til sín í viðgerð einusinni.
Ef ég hefði keypt þennann gítar sem er í mestalagi 20 þúsund krónu virði og hefði borgað fyrir hann 200.000 þá hefði ég skiljanlega orðið kannski alveg pínulítið svekktur, ég hefði gert annaðhvort af tvennu, hringt í lögfræðing fjölskyldunnar minnar sem tekur hálfa milljón fyrir það eitt að standa upp úr stólnum, málaferli plús lögfræðikostnaður fyrir fjölskyldu strákssins sem reyndi að selja mér gítarinn hefði örugglega kostað þau á aðra milljón.
Hinn möguleikinn í stöðunni hefði verið sá að ég þekki fólk sem þekkir fólk sem hefur það að aðalstarfi að meiða annað fólk, ég vil helst ekki hugsa þann möguleika til enda..
Maður er bara svo fokkíng bláeygður alltaf hreint, trúir helst engu misjöfnu upp á aðra, ég hef keypt og selt alveg helling af hljóðfærum, tildæmis slatta hér á Huga og ég hef aldrei mér vitanlega reynt að plata/svíkja neinn hér eða annarsstaðar og svo kemur einhver krakkagríslingur og reynir að ríða mér í ósmurt rassgatið, ókei, ég er meira en pínulítið pirraður núna.
Auglýsing fávitans er inni á tilsölu.is og haninn.is ásamt símanúmerum ef einhvern annann hérna langar að láta taka sig í rassinn.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.