Hljómsveit leitar að trommuleikara og hljómborðsleikara
Sæl,
Nýlega stofnuð hljómsveit leitar að trommuleikara og hljómborðsleikara. Erum staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og spilum einungis frumsamið efni sem er aðallega í britpop/rokk andanum. Aðal áhrifavaldar eru m.a. Oasis, Radiohead, Stones Roses, The Verve, U2, Rolling Stones, Lynyrd Skynyrd, Coldplay.
Við erum á aldrinum 24-28 og leitum að fólki sem er tvítugt eða yfir. Við erum húsnæðislausir, en höfum aðgang að tímabundnu æfingarsvæði eins og er.
Ef þið hafið áhuga sendið mér skilaboð. Ég get sent ykkur tóndæmi ef þið viljið.
Kveðja,
Sblende