Sælir snillingar.

Vinur minn er með gamla Trace elliot bassamagnara stæðu (þessi með blacklight ljósinu) og einn 10“ speakerinn í Efra boxinu (4x10”) er greinilega eitthvað rifinn.
Það heyrist alveg í speakernum en hann prumpar alveg helling.

Hvernig er það, eru til dæmi um að hægt sé að laga svona rifur í wooferum?

önnur spurning. Vitið þið hvort það sé hægt að tengja fram hjá þessum eina bilaða og hafa boxið 3x10"? Það er að segja ef ekki sé hægt að laga hátalarann.

og sú þriðja, vitið þið hvar hægt er að nálgast svona hátalara og hvað þeir kosta?


fyrir fram þakkir, gleði og kátína
Gunniwaage
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~