Ég hef verið að spá hvernig það virki ef maður myndi kaupa sér gítar úti og koma með hann heim.. þarf maður ekki að borga toll á hann og eitthvað vesen?
Ég keypti gítar í Bandaríkjunum og var stoppaður í tollinum þegar ég kom heim og þurfti að borga virðisaukaskatt (24,5%). Ég reiknaði alveg með að þurfa að borga þetta þannig að ég reyndi ekki einu sinni að mótmæla enda sást greinilega að gítarinn var glænýr.
Það er, eins og menn hafa verið að segja hér að ofan, enginn tollur á hljóðfærum, en að sjálfsögðu 24,5% virðisaukaskattur eins og af allri vöru (annarri en matvöru, bókum og geisladiskum, sem bera 7% vask). Ef þú færð þetta sent þá leggst virðisaukinn ofan á bæði vöruverð og flutningskostnað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..