Hraunrokk - hljómsveitarkeppni
Hafnfirskar unglingahljómsveitir hafa löngum gert garðinn frægan innanlands sem utan. Hljómsveitir hafa haft aðgengi að góðri æfingaaðstöðu og fengið tækifæri til að koma fram í félagsmiðstöðvum og víðar. Félagsmiðstöðin Hraunið hóf keppni fyrir unglingahljómsveitir fyrir nokkrum árum sem kallaðist Hraunrokk. Nú hefur sú keppni verið þróuð áfram til að koma enn betur til móts við öflugt tónlistarlíf ungmenna í Hafnarfirði.
Þrátt fyrir að þetta sé keppni þá snýst þetta líka í kringum það að koma fram, sjá aðra og læra af öðrum. Hljóðfærahúsið mun t.d. gefa aukaverðlaun sem besti trommari, bassaleikari, gítarleikari og söngvari munu fá. Sigurhljómsveitin mun m.a. fá tíma í nýju upptökuveri Vitans. Umboðsskrifstofan Prime mun leggja til góða dómara í dómnefnd auk þess sem áhorfendur fá tækifæri til að hafa áhrif á úrslitin.
Átta hljómsveitir eru skráðar til leiks og opnar Bæjarbíó kl. 19:30 fimmtudaginn 12. febrúar og má búast við að þessu öllu verði lokið um 22:30. Hver hljómsveit fær að spila ein 3 lög. Það mun kosta 500 kr. inn en forsala verður í félagsmiðstöðvum þegar nær dregur og vert er að geta að eingöngu er pláss fyrir 250 áhorfendur. Hér gefst ungu fólki og öðrum áhugamönnum tækifæri til að heyra og sjá það sem er að fæðast hjá unglingaböndunum í Hafnarfirði.
Í gegnum Vefveitu Hafnarfjarðar http://bhsp.hafnarfjordur.is/ mun Fjölmiðladeild Flensborgar senda tónleikana beint út.
Nánari upplýsingar
Páll Arnar forstm. Vitans
Hver hljómsveit skal flytja tvö frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 10 mínútur. Skilyrði fyrir þátttöku er að meðlimir hljómsveita séu yngri en 20 ára Meirihluti hljómsveitarmeðlima skal vera úr Hafnarfirði. Dómnefnd og salurinn velur sigurvegara. Sigurvegari kemst í undankeppni Músiktilrauna 2009 Keppnin fer fram í Bæjarbíói fimmtudaginn 12. febrúar 2009
Ég vil aftur benda á að ég hef ekkert með þetta að gera annað en það að ég tek þátt í keppninni. Gerði þetta bara svona til að auglýsa betur ;)
Vona að sem flestir mæti, verður vonandi mikið af fólki þarna. Ég er ekki klár á því hvernig mæting er venjulega þar sem ég hef ekki verið þarna áður.
Anyways, that's all.
Ég geri mér grein fyrir því að þetta hefur lítið með hljóðfæri að gera, en ég tel að flestir sem hafa eitthvað með tónlist eða hljóðfæri að gera kíki hér inná svo að ég skellti þessu bara.