En já, lagið er Moby Dick með Led Zeppelin. Þó það sé nú varla með þeim, riffið er stolið og svo er þetta aðalega bara Bonham að tromma, svo þetta er eiginlega Moby dick með John Bonham. Snilldar verk frá þessum rokk frumkvöðlum
Led Zeppelin var stofnuð í kringum 1968 og hætti árið 1980 þegar John Bonham dó eftir að hafna kafnað í áfengisdauða skilst mér samkvæmt wikipedia. Bandið er eitt frægasta rokk band í heimi og hefur tekið nokkur rejúníon síðan þeir hættu með til dæmið syni John Bonham, Jason Bonham á trommum. Nú eru gítarleikari hljómsveitarinnar, Jimmy Page ásamt bassaleikaranum John Paul Jones og Jason að undirbúa plötu og túr skilst mér, En fyrrum söngvari Led Zep vill ekki vera memm þar sem að Led Zep er eithvað dautt í hans augum og vill einbeita sér að nýja stöffinu sínu með alison Krauss. Þau tvö gáfu út plötuna Raising Sands sem er að slá í gegn en persónulega fannst mér hún virkilega slöpp.
So, hvað fynnst ykkur um Led zeppelin og þetta lag?
Nýju undirskriftirnar sökka.