Ég er með Vox ac30cc sem er með einhverjar gangtruflanir. þegar hann er undir mikklu álagi þá surgar mikið í honum, en þegar ég er með hann á lágu volume þá heirist svona lítið surg í bakgrunni. ég hef testað að taka hann úr Combonum og hækka vel í honum, og 2lampar urðu mjög glóandi. Ég er líka búinn að hreinsa takkana með contact spreyi, þá skánaði hann mjög.
Svo er einhver með hugmindir hvað þetta gætið verið annað en lamparnir? takkarnir virðast líka ekki vera nein gæðavara. Spurning hvort það séu þeir sem eru að svíkja.
Hafa fleiri lennt í veseni með þessa magnara?