Til að byrja með þaftu svosem ekkert að spá í effektum en ef þú vilt það virkilega myndi ég kíkja á Boss, klárlega flaggskip effektanna, eru með breiða og góða línu, mjög vandað drasl.
Hvað gítarinn sjálfan varðar mæli ég persónulega með því að skoða úrvalið í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni, Tónastöðinni og Rín. Kíktu á alla gítara sem þér lýst á á réttu verði og forðastu bara öll pakkatilboð, það er fágætt að þessar þrjár verslanir séu með lélegar vörur.
Ég á sjálfur Washburn gítar sem ég keypti á 25.000 kall (er sjálfur bassaleikari og langaði bara í einn til að leika mér á) og hann er til dæmis bara mjög fínn, ekkert svaka góður samt en fyrir þetta verð er ég að fá nokkuð góða vöru svo ég get hiklaust mælt með Washburn.
Hvað magnara varðar geturðu skoðað til dæmis Marshall, reyndar finnst mér minni magnararnir þeirra ekkert spes, skoðaðu líka Vox, svoldið dýrari samt yfirleitt, getur líka skoðað Peavey, Fender, Orange, Roland og flest sem þessar verslanir selja.
Sjálfur er ég ekkert big fan af Line 6, er með slæma reynslu svo ég get ekki mælt með þeim en við gætum svosem haft mismunandi smekk.
Forðastu til dæmis Behringer í magnaramálum, þetta er gott merki í öðrum málum en mögnurum að mínu mati.
Skoðaðu samt notaða magnara, þeir eru oft ekkert verri, auk þess yfirleitt ódýrari.
Forðastu hljóðfæraverslunina Gítarinn af bestu getu ef þú vissir það ekki fyrir.
Annars bara gangi þér vel.