Godin gítarar eins og þeir heita eru í sjálfu sér mjög góðir gítarar.
Ég sjálfur á Godin gítar og hann er þyngri gerðin (Það er til léttari gerð)
Mér var sagt að ég ætti að taka þyngri gerðina af því að það var harðviður í henni og mundi gefa fallegan hljóm og væri betri gítar.
Godin er með flotta liti og það er frábært að spila á þessa gítara, þeir eru með fjögur pikkup og sérstaklega fallegur hljómur úr þeim. Það er gengið vel frá þessu, vönduð vinna og mjög þægilegt að spila á þá.
Flottir gítarar svolítið þungir þessi þyngri gerð, maður verður svoldið þreyttur í öxlinni svona þegar maður er búinn að vera lengri tíma með hann.
Kv. Keyze