Sælt verið fólkið.
Biðst velvirðingar á fyrri korknum mínum eeeen hér er ég með til sölu/skiptis eitt stykki gítar. Gítarinn sem verið er að ræða um er Washburn Wi-64, rauðan á lit. Þessi gítar var keyptur í ágúst árið 2006.
Sér varla á honum, fyrir utan að það er smá sár á honum. Síðan eru bara rispur á bakhliðinni eftir belti og slíkt. Í honum eru tveir seymor duncan pic-upar en þeir upprunalegu myndu einnig fylgja með.
Þetta er algjör snilldar gítar en ástæða fyrir sölu er notkunarleysi.
Ég óska hér með eftir tilboðum í gripinn. Getið sent mér skilaboð eða svarað bara í korknum. “Mjúk-hörð” taska fylgir með.


http://i42.tinypic.com/15wksgp.jpg

Get sent fleiri myndir ef það er áhugi fyrir því.