Ég ákvað að prufa að tékka hérna á huga hvort það væri pláss fyrir mann í einhverju bandi eða verkefni hér í RVK.
Ég er 30 ára Eyjamaður búsettur í Reykjavík
Ég er vel græjaður vægast sagt og dauðlangar að keyra dótið í smá blast með öðrum:)
Ég var í hljómsveitinni HOFFMAN frá stofnun 2003 til 2007 (flutti til Vestmannaeyja), þannig að ég er vanur að spila á sviði og allt í kringum það…er reyndar búinn að vera í hljómsveitar-stússi síðan ég var 14 ára.
Ég tel mig þokkalega góðan gítarleikara en er þó enginn sólógúrú. Ég er aðallega sjálflærður og er þokkalega skapandi og hef samið fullt af stöffi.
Ég er eiginlega til í HVAÐ SEM ER , nema típískt þungarokk og metal.
Ég er búinn að fikta mikið í blús undanfarið þannig að það gæti vel komið til greina. Einnig er mikill rokkari í mér og ég fíla súra músík líka.
Áhrifavaldar eru margir;
sonic youth, Quotsa, 80´s matchbox b-line dissaster, Led Zeppelin, jimi hendrix,Blonde redhead, arctic monkeys, THE BLACK KEYS, Autolux, smá Deftones, Fídel, Fugazi, Kings of Leon, Morphine, Portishead, RADIOHEAD, Silversun pickupps, Clapton, Smashing pumkins, The beatles, Broken social scene, Ómar Guðjóns og fullt fleira….
Endilega hafið samband ef ykkur vantar fyllingu ;)
Bætt við 21. janúar 2009 - 10:51
Ég væri líka alveg til í eitthvað rólegt stöff líka.
þið getið líka náð í mig í síma 8673179 eða gunniwaage@gmail.komm
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~