eins og Dionysos segir þá held ég að þeir séu ekkert mikið að tæma lagerana sína með einhverjum útsölum, frekar að reyna að halda eðlilegu verði sem lengst.
hringdi einmitt niðrí hljóðfærahús í gær, og ræddi við þá í ágætann tíma. og þá eru þeir einmitt að reyna að halda verðinu eins lágu og þeir mögulega geta, og með því að fá nýjar sendingar þýtur verðið upp, voru einmitt að fá einhverja sendingu af symbulum sem er á hrottalegu verði.
en allt sem er á síðunni hjá þeim er á réttu verði samkvæmt því sem mér var sagt :]
en svo veit ég líka til þess að tónastöðin sé í svipaðri aðstöðu með sínar vörur og lager. best fyrir þessar verslanir að halda í lágu verðin eins lengi og þeir geta.
hinsvegar er spurning með það ef þeir hafa fengið sendingar eftir gengisbreytingu og vilja þá losna við þær og kaupa nýjar á 125 dollara genginu í staðinn fyrir hvað 160 ? eins og mig minnir að hann hafi náð um tímabil. en þá yrðu verðin líklega bara “eðlileg”, ekkert ódýr.
eeeen eins og ég segi þá veit ég þetta allt ekkert fyrir víst :)