Ég myndi persónulega segja Passive box + magnari + mixer fyrir stærri kerfi og “hús kerfi” (hugsa að það séu flestir sammála mér þar)
Fyrir æfingarhúsnæði myndi ég klárlega taka aktív box og mixer af eftirfarandi ástæðum:
Magnarinn mun passa við boxin, no doubt about it
Hægt að nota þau án mixer (t.d. tengja mic beint í annað boxið og svo á milli boxa)
Hægt að taka þau með sér á tónleika og nota sem mónitora (margir staðir sem of fáa (eða jafnvel enga) mónitora), það er soltið svona leiðinda bras með passív box, að þurfa að dröslast með magnarann (tala nú ekki um ef að maður þarf að plögga mixernum sínum inn á mónitor rásina til að keyra boxin)
Getið skipt um mixer eftir þörfum (kanski með 4 rása mixer í æfingarhúsnæðinu, en ef það á að spila á tónleikum er hægt að fá lánaðann t.d. 16 rása mixer)
boxin nota snúrur sem eru til allstaðar (ef þú værir með passív box gætiru kanski lent í þeim aðstæðum að hátalarasnúrurnar séu of stuttar, en XLR og rafmagnssnúrur eru til á flestum stöðum.
Mér finnst að maður ætti ekki að stafla sig upp með auka græjum, svona in case ef eitthvað bilar… Frekar eyða örlítið meiri peningum í græjuna og fá græju sem bilar síður.
Annað, ætliði að fá ykkur eitt eða tvö box ?
(ath, verð og afl í eftirfarandi dæmi er bara tilgáta, og segir ekkert til um hversu stórt kerfi ætti að vera eða hvert verðið væri
Persónulega myndi ég frekar kaupa eitt 500w box á 110 þúsund (og kaupa þá etv. annað þegar peningur yrði til) heldur en tvö 250w box á 100 þúsund. Líklegt er að 250w boxið yrði á einhverjum tímapunkti ekki nógu öflugt, og þá mynduð þið uppfæra í t.d. tvö 500w box á 220 þúsund.
Þá væruð þið búnir að eyða 100+220þúsundum og endið með box sem þið hefðuð fengið fyrir 240 þúsund
Bætt við 14. janúar 2009 - 12:33
Þetta miðast auðvitað við ef þið eruð að kaupa allt nýtt, ef þið fenguð gott boð á notuðum mixermagnara + boxum myndi ég auðvitað skoða það (ath, alltaf að fá að prufukeyra notuð hljóðkerfi áður en þau eru keypt)
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF