Hehe, gaman að þessu :)
En já, Ég kaupi hann af einum gítarsmiðnum sem var að störfum í kringum árið 1999, Helgi minnir mig að hann heiti, alveg stolið úr mér. Kelly sem var í rafkerfum og mögnurum var með aðstöðu á sama stað niðrí bæ.
Hann var í fínu standi nema að brúarpickupinn var í lamasessi, fékk Kelly til þess að vax-a hann aftur (re-coil-a) og eftir það var gítarinn perfect, vildi frekar gera það heldur en að fá nýjan pickup, enda ekki auðvelt að verða sér úti um grænan DiMarzio pickup hérlendis þá. Setti auka gorm í floyd-rose-ið fyrir þykkari strengi og pantaði síðan að lokum orginal sveif þar sem hún fylgdi ekki með þegar ég keypti hann.
Eina ástæðan fyrir því að ég seldi hann er að ég notaði hann svo lítið og fannst það vera synd að láta hann safna bara ryki.