Ég er hér með ævagamalt “upright” píanó sem er smíðað einhversstaðar á milli 1850-1888 af Henri Herz. Píanóið er ekki í topp standi og þarfnast smávæginlegra lagfæringa sem ég hef því miður litla kunnáttu á. En meðal annars má nefna það að á borðið sjálft vantar toppinn á eina ebony nótuna (en virkar þó) og einhverra lagfæringa og stillinga þarfnast á innviði píanósins.

Ég hef hvorki kunnáttu á þessu sviði né fjármagnið í augnablikinu til að koma þessu píanói í stand þannig ég hef ákveðið að bjóða þar hér upp og skoða ég öll tilboð.

Þeir sem vilja fá myndir sendar eða nánari upplýsingar, eða jafnvel kíkja á píanóið geta haft samband við mig í EP.