Já ég var einmitt að pæla í því.. en mig vantar nefnilega í stereo..þannig að ég geti notað 4 magnara.
Þannig að ég myndi nota alltaf 2 magnara í einu… Ég hugsa það nefnilega þannig að ég geti notað aðra rásina þannig að ég geti notað distortion í 2 mögnurum og skipt svo yfir í aðra 2 magnara þegar ég nota acoustic simulator.
Ástæðan fyrir því að mig vantar stereo er sú að ég er með chorus, delay, flanger og fleira sem skiptist á milli hátalara í stereo.
Hefurðu(eða einhver annar) einhverja hugmynd hvernig það gæti verið hægt að tengja svona í stereo án þess að vera með tvö A/B box?