sæll, var búinn að skrifa þvílíkt langa ritgerð um bæði mxr og boss EQ en þá feilaði netið og það þurkaðist út þannig ég ætla bara að gera þetta snökkt og létt:
mxr;
-kostar samkvæmt gitarinn.is 9900kr, sem er líklega rangt verð nema hann sé með sama lager og hann er búinn að vera með undaðfarin ár þar sem ég hef ekki séð þennan verðlista breytast í um 3 ár. svo er auðvitað kreppa og því líklega einhver hækkun.
-er með 6 eq sleða og ekkert volume control
-er sterkbyggður og sér ekki mikið á honum eftir mikla notkun, en er það einungis vegna þess að til þess að kveikja á honum þarftu einungis að stíga á útstæðan rofa en ekki á allann effektin eins og hjá boss.
boss ge-7:
-kostaði um 8600kr ágúst en hefur líklega eitthvað hækkað og grunar mig að hann sé á um 11 þúsund kallinn í dag, jafnvel meira ef þeir hafa fengið sendingu seint.
-er með 7 eq sleða og volume control sem að getur cut-að og boostað um 15db, hann er semsagt líka nokkurskonar booster.
-er sterkbyggður, og er ég ósammála hödda um að mxr-inn endist eitthvað lengur, hann mun kannski verða mun “hreinni” og minna af rispum(rispast þó bara á gúmmíinu á boss við það að stigið er á hann), en mun endast alveg jafn lengi, og ef ekki lengur. Á 2 boss pedala sem eru 20+ ára og virka alveg fullkomnlega og hefur enginn boss pedall failað hjá mér í gegnum tíðina, og þó ekki heldur mxr.
hef bæði átt boss eq og mxr eq og eru þetta báðir fínir eq pedalar, og á ég en í dag boss eq. Er ekki mikill aðdáandi margra nýju boss pedalanna en þennan fýla ég.
og mæli því einfaldlega með báðum, en víst þú ert nú með inneignarnótu í Rín held ég að boss ge-7 sé bara málið fyrir þig.