sælir nú !
veit nú ekki hvernig big muff er að virka í metal, ef þú ert með sovtek/russian/svörtu útgáfuna þá gæti hann alveg virkað en ef þetta er silfurlitaði gaurinn þá held eg að hann sé öruggur í gamla rockið eins og zeppelin og floyd, enda notaður mjög mikið í tónlist af því tagi. meðal annars af david gilmour.
veit reyndar ekki hvernig kh-2 virkar með muffinum, en ætti bara að gera hann grófari og kraftmeiri með active pickuppunum.
myndi bara reyna að komast í tónastöðina og prufa mig áfram í prufuherberginu og sjá hvernig þetta gengur hjá þér.
svo er líka svaka erfitt að svara svona spurningu um hvort hann virki í metal. gæti virkað í stoner metal, en veit ekki með death metal eða slíkt.
annars hef ég einungis átt rússneska muffinn og phaser 90, og phaser 90, er náttúrulega bara phaser hvort sem hann er með kh-2 eða fender standard, og virkar misvel í hvert lag fyrir sig.
silfurlitaður NYC big muff = fuzz og distortion
svartur með gulum stöfum = grófur distortion og gróft fuzz
phaser 90 = good ol' phaser sound,
mæli svo bara með proguitarshop.com til að sja hin ýmsu demo video af pedulunum :)
ef þú fýlar ekki soundið, þá bara skilaru þeim. ættir að geta skilað þeim fram að 7unda janúar.
vonandi varð þetta þér að einhverri hjálp.
og gleðileg jól :)