Ég keypti mér þennan snilldar effect í sumar í bretlandi og hef notað hann virkilega mikið. Ég man ekki allveg hvað ég keypti hann á en hann fæst td. á 9900 í Gítarnum á meðan hann er á einhverja 70 dollara úti. Gítarinn er þá bara með fínt verð á honum í rauninni.
EQ (Equalizer) er með öðrum orðum tónjafnari og er á flestum mögnurum, en sjaldan svona nákvæmur. Sumir magnarar hafa ekki tónjafnara eða hafa ekki fullnægjandi tónjafnara eins og td, þegar vantar miðju-jafnara. Þá nýtist svona pedali einstaklega vel og er eiginlega must.
Fyrir þá sem fatta ekkert í þessu er ég að tala um takkana á magnaranum sem heita Bass, Treble og Mid (middle) og þeir stýra því hvernig magnarinn þinn hljómar. Og ef þú veist ekkert hvað þeir gera í rauninni þá er kominn tími til þess að prófa. Eina leiðin er að prófa sig áfram og finna sound sem þú ert sáttur við. Byrjaðu með alla takkana svo þeir vísi alleg upp (klukkan 12) Og færðu svo einn takkann allveg uppí botn, eða klukkan 4hálf5 sirka. reynda að heyra muninn og farðu með hann fram og tilbaka, frá núlli og uppí tíu. Reyndu að heyra muninn hvernig hljómurinn breytist. Gerðu þetta með alla 3 takkana einn á eftir örðum og þannig lærir maður smám saman á þetta.
Bass: Stýrir einfaldlega hversu mikill bassi er í gítarnum og hversu djúpur hann er. Bass breytir aðalega hljóðinu í E og A strengjunum
Treble: Þessi er háa tíðnin, gefur skerandi hljóð og breytir mest soundinu á háa e og B.
Mid: Miðju stillirinn gefur soundinu persónuleika að mínu mati. Hann skiptir miklu máli og það getur verið smá mál að ná honum réttum. Hann breytir öllum gítarnum en samt aðalega tvem miðju strengjunum D og G.
Fítusar: einn on/off switch og svo 6 tónjafnarar.
Eq Pedallinn minn hefur semsagt 6 stillara. tvo fyrir bassann, tvo fyrir miðju og tvo fyrir treble. Þeir sem eru lengst til vinstri eru Bassinn, næstu tveir í miðjuni eru mid (suprise) og lengst til vinstri eru treble. Tíðnirnar eru: 100Hz, 200Hz, 400Hz, 800Hz, 1.6KHz og 3.2KHz. Effectinn getur bætt allt í uppí 18 desíbelum við soundið þitt og getur þá vel virkað sem boost pedali og auðvitað getur hann líka tekið allveg 18 desíbel af hljómnum þá.
Áræðanleiki: 100% safe. Held ég allavega. Switchar eiga það til að feila en það er mjög lítið mál. hann mjög vel bygður og rispast ekkert. mjög solid og fær 10 þar hjá mér.
Tóngæði: mjög góð, ef maður notar hann með distortioni kemur smá auka suð, en það er mjöög lítið. ananrs heyrirðu ekkert í honum, nema náttúrulega það sem þú villt heyra. Með því að stilla hann rétt getur þú gerbreytt soundinu þínu og fengið virkilega mjúkt og fallegt sound í clean. getur líka hækkað treble rásirnar mjög mikið og lækkað hinar og ef þú setur það í gamlann lampamagnara færðu flott lampaoverdrive. En þessi effect getur bara bætt soundið þitt held ég, ég næ virkilega góðum clean hljóðum með honum og þegar maður bætir honum ofaná distortion fær maður mjöög brutal dist. mjög hart og beitt sound. útaf þessu smá suði sem kemur í distinu fær han smá mínus en samt er hann uppá 9.5 í soundi. Þessi effect fer mjög seint ú keðjuni minni.
Einkunir hjá harmoy central:
Ease of Use 9.4
Sound Quality 8.8
Reliability 9.5
Customer Support 10.0
Overall Rating 9.1
Mæli með þessu ef þú ert að pæla soldið í soundinu þínu og vilt geta fullkomnað það ;) góður booster líka svo hann er fjölhæfur.
hef ekki tíma í að lesa yfir svo það er kannski eitthvað af stafsetningarvillum og það vantar kannski eitthvað en þá bæti ég því bara við seinna.
Gleðileg jól :D
Nýju undirskriftirnar sökka.