Mig hefur alltaf langað soldið til að læra á píanó, og kann grunninn þannig að ég var að spá í að gefa mér rafmagnspíanó í jólagjöf.
Þar sem ég er alltaf hvorteðer við tölvuna datt mér í hug að skella mér á MIDI hljómborð með ásláttarnæmni, það var væntanlega nokkuð ódýrara? Ætti ég síðan ekki að geta fundið eitthvað ókeypis forrit með ágætis píanó hljóðum á netinu?
Ég sá nokkuð flotta græju í Apple búðinni í Kringlunni á 20 þús. kall, en sú græja náði bara yfir 4 áttundir (minnir mig). Ég var að spá í einhverju aðeins breiðara.
Með hverju mælið þið? Vitiði um eitthvað ágætt og þokkalega ódýrt MIDI hljómborð með ásláttarnæmni?