Sælir veri allir nema þeir sem í fýlu verða.
Fyrir nokkrum dögum fékk ég tilboð í bassamagnara sem ég gat ekki hafnað og keypti hann því. Eini vandinn sem mér er á höndum er sá að ég á engan bassa og því heldur erfitt að prófa þessa nýju græju mína.
Síðan þá hef ég verið að leita á netinu að hæfilegu tilboði á einhverjum notuðum grip, en þeir sem ég talaði við voru allir annaðhvort búnir að selja eða hættir við að selja.
Því ákvað ég að auglýsa bara í staðinn og spara mér svolitla fyrirhöfn.
Ég ætla strax að koma því fram að ég er ekki reiðubúinn að eyða meira en 25.þúsund í bassa nema að eitthvað eins og strengjapakka eða jack snúru eða eitthvað slíkt sé hent inní kaupin. Það kann að hljóma full hart, en ástæðan fyrir því eru kröpp fjárráð.
Ég vil einnig vekja athygli á því að ég hef aðeins áhuga á að kaupa rafmagnsbassa, eins og stendur í titlinum, bara að ítreka það.
Endilega láttu mig vita ef þig vantar að losna við bassa, hef þó aðeins minni áhuga á að kaupa Squier bassa, just for the record. Vil líka að bæta við að ég er ekki byrjandi í hljóðfæraleik og mun því ekki kaupa byrjendabassa sem heldur illa stillingu eða hljómar illa, jafnvel þótt auðveldara sé að spila.
Held að það sé allt sem þarf, thx