Tek undir með hinum hérna að ofan, mæli frekar með því að þú fáir þér einhvern þokkalegan pre-amp eða styðjist bara við pre-ampinn í Mboxinu.
Mikilvægustu hlutirnir í stúdíóinu eru:
Micar
Preampar
“Compressor”
A/D Converter (hljóðkortið)
Monitorar
Mixer er í raun óþarfa tæki, þar sem mar er með mixer í forritunum. Eina ástæðan fyrir mixer væri ef þú ætlar að taka upp fleiri rásir á eina. T.d ef þú værir að taka upp trommusett.
Í heimastúdíó er mar venjulega samt bara að taka upp hluti sem þarf mestalagi 2 rásir:
Gítar 1-2 rásir, söngur 1 rás, bassi 1-2 rásir, Hljómborð 2 rásir o.s.frv.
Þú hefur líklega séð svona stóran mixer í öllum stúdíóum… þetta er ekki öllum tilfellum hefðbundin mixer heldur console sem er tengdur við mixerinn í forritunum þannig að þegar mar færir sleðana þá færast þeir á samsvarandi rás í upptökuforritinu, í raunini dugir semsagt bara að hafa mús.
En oft eru þetta samt líka stórir flottir mixerar með virkilega góðum pre-ömpum, EQ og Compressorum.
Ef ég væri sjálfur að setja sama stúdíó í dag myndi ég kaupa eftirfarandi:
2x Shure SM57
1x Condenser Mic
2x Small Diaphragm Cardioid Condenser Mica (fyrir lifandi stereo)
1x RNP8380–Really Nice Mic-Pre
1x RNC1773–Really Nice Compressor
1x MBOX 2
2x KRK V8 Studio Monitorar
1x M-Audio Axiom 61
iMac eða Mac Pro