De7 er alveg málið. En ef þú vilt gott analog sound með tap tempo er Line 6 Echo Park gott option líka, finnst hann hljóma töluvert betur en DL4. Svo er líka EHX Stereo Memory Man W/Hazarai góður kostur, en kannski full mikið af aukadóti fyrir þig. En Filter takkinn á honum gerir alveg stór mun til að móta soundið, en hvorugur þessara pedal kemst nálægt DE7 í soundi.
En ef þú vilt fara í full on analog delay með tap tempo er ég hræddur um að Diamond Memory Lane 1/2 sé þinn eini valkostur, man allavega ekki eftir neinum öðrum í augnablikinu. Virkilega góðir delayar en það sést líka á verðlaginu.
En þú verður allavega ekki svekktur af DE7!