
Þetta er kvikindið sem mig vantar
Fann standard á $699 á Amazon og Custom á $999
Og svo vil ég spyrja hversu mikið ca. það kostaði að flytja inn?? Tollur og shit
Ef þið eruð að fara að versla í gegnum netverslanir en eruð ekki viss um hvernig á að reikna út heildarverð á íslandi lesið þá áfram.
Hægt er að notast við reiknivél sem er á ShopUsa.is fyrir vörur frá USA.
Reikniformúlan fyrir heildarverð er þessi:
Verð á vöru + sendingarkostnaður = heildarverð erlendis
Heildarverð erlendis * gegni gjaldmiðils * vsk (1,245) = Heildarverð hér á landi.
Auðvitað er ekki hægt að treysta á að þetta sé fast verð en þú færð verð sem er mjög nálægt því sem þú ert að borga.
—
Meiri upplýsingar um hljóðfærakaup erlendis:
Magnarar hannaðir fyrir hljóðfæri eða söngkerfi tollflokkast í tollfl. 8518-4001 samkvæmt tollskrá þar er aðalgjaldið virðisaukaskattur sem reiknast á þitt kaupverð ásamt flutningskostnaði til landsins, svo er smá eftirlitsgjald á rafvörur = 0,15%
Það er ekki tollur eða vörugjald á mögnurum og hátölurum fyrir hljóðfæri og söngkerfi.
VSK (Virðisaukaskattur) = 24,5%
—
Upplýsingar sem eru þegar komnar eru fengnar hjá Tryggva (upplýsingardeild Tollstjóra) og vill ég þakka honum fyrir góð svör.