Ég held að þessir pedalar séu ekki seldir hérlendis, ég á svona power wah/volume og hann er ágætur þannig séð en ég held að hann hafi verið pantaður að utan, ég hef aldrei séð svona distortion/wah/volume.
Fender framleiða reyndar Fuzz/wah sem fæst í Hljóðfærahúsinu og kostar einhvern 17000 kall, ég á svoleiðis og hann er ágætur og mér minnir að það sé líka til distortion/wah frá Jim Dunlop (Slash Wah minnir mig að það heiti) það gæti mögulega fengist í hljóðfærahúsinu líka.
Annars er heppilegast að hafa þetta í 2 aðskildum pedölum, kaupa bara góðann wahpedala og distortionpedala, ég mæli með Vox wahpedala og Biyang overdrivepedala frá spilverk.com, samanlagt myndi það sennilega kosta minna en svona Morleypedali pantaður að utan.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.