Já, ég var að pæla í að selja þennan ef það er einhver áhugi fyrir honum.

Þetta er semsagt svartur ESP LTD EX-260 upgrade-aður með EMG 81 og 85 pickupum, auk þess að vera með gullna brú og svo á ég eftir að setja gulllitaða volume og tone knobs líka.

Gripurinn er 4ja ára gamall að ég held og hefur reynst mér mjög vel í þetta ca. ár sem ég hef átt hann. Ástæða fyrir sölu er hugsanleg fjármögnun á öðrum gítar. Ef ég sel hann ekki hér ætla ég að prófa t.d. ebay og fá dýrmæta dollara, ef það er á annað borð hægt í þessari kreppudrullu.

Hann er með rispur, ég leyni því ekkert og dáldið dottið af á sumum endum. En ég málaði bara svörtu naglalakki yfir og það sést lítið núna, en rispur eru bara töff nú til dags. Gigbag fylgir.

Ég var að hugsa 40 þúsund fyrir hann, en það er svosem ekkert heilagt.

Mjög góður í metalinn sem og rokkið.

Staðsettur í Reykjavík.

Mynd

Pínu specs:
* Set-Neck
* 24.75” Scale
* Agathis Body
* Maple Neck
* Rosewood Fingerboard
* 42mm Standard Nut
* Thin U Neck Contour
* 22 XJ Frets
* Black Nickel Hardware
* ESP Tuners
* TOM Bridge & Tail
* EMG 81 & 85
* Finish: BLK

Náið í mig í PM eða athugasemdir bara. Annars finnur.helgason@gmail.com ef menn vilja myndir og svoleiðis dóterí.

Takk takk