Nú bara veit ég ekki hvort að rín geri við pedala, þar sem ég hef lítið sem enga reynslu af því að þurfa fara með boss pedal í viðgerð. En þeir hljóta að geta litið á hann fyrir þig og jafnvel lóðað einn eða tvo víra og skipt um output og eitthvað svoleiðis dót, og þá líklega fyrir eitthvað klink víst hann er ekki í ábyrgð.
Hinsvegar sá ég um daginn í hljóðfærahúsið að þeir voru að gera við crybaby inní búð hjá sér, gætir líka rætt við þá, en kannski vilja þeir ekkert leggja í það víst þetta er ekki ein af þeirra vörum.
Síðan er hann brooks(skoorb hérna á huga) mikið að grúska í effektum og mjög fróður, hann gæti jafnvel reddað þessu fyrir þig eða bent þér á einhvern sem er inní því.
Svo er náttúruelga hann flemming uppá skaga algjör snilingur þegar það kemur að einhverju í þessa áttina, tónastöðin er víst mikið tengd honum og gætu þeir eitthvað hjálpað þér.