Einhvern tímann kostuðu Gibson Les Paul um 3000 krónur, en það ætlast samt enginn til þess að einhver sem keypti slíkan grip á því verði fari að selja hann í dag á 2000kall, sennilega væri hundraðföld sú upphæð nær því að vera sanngjörn ;)
Fyrst gítarinn kostar nú um 130 nýr, er alveg sanngjarnt að reyna að byrja í kringum 100kallinn, gleymum því ekki að allt sem seljandinn ætlar sér að nota peninginn í hefur hækkað svipað ef ekki meira. Í versta falli þá koma engin boð og hann þarf að reyna aftur á lægra verði.