Ég man frekar óljóst eftir þessum gítörum, held að þeir séu amerískir og hafi verið notaðir af gítarleikurum á leiðinlegustu árum rokksögunnar í bandaríkjunum sem var shred tímabilið þegar mælistikan á góðann gítarleikara var hversu margar 64 partsnótur viðkomandi gat spilað á mínútu.
Ef þú ert að borga minna en 50 þúsund fyrir þennann gítar þá ætti það að vera sanngjarnt, það voru nokkrir ágætir gítarar framleiddir á þessum árum en líka alveg fullt af algjörum hryllingsgræjum, ef þú ert að fíla þennann þá skaltu kaupa hann en ef það er verið að biðja þig um meira en 50 þús fyrir hann þá myndi ég amk hugsa mig virkilega vel um, ég hugsa að það sé frekar erfitt að selja svona útlítandi gítar í dag.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.