Ekki vitlaust að pæla í því, eftir smá könnun á þessum mögnurum þá var ég hissa að þeir væru ekki með Celestion G12T-75 sem er mjög classísk keila í marshall combo-um, margir sem modda þannig keilu í DSL 401 eða Vintage 30 skv. netinu.
Hvernig lampar eru annars í þeim? Framleiðandi þ.e.a.s?
ECC83 (12ax7) eru hefðbundnir lampar sem finnast í formagnarastiginu og EL84 eru lamparnir í kraftmagnaranum og þú ert ekkert að fara að skipta þeim út fyrir öðrum týpum, frekar að upgrade-a ef þú ert t.d. með lélega “no-name” kínverska (í flestum tilfellum out of the box frá framleiðanda) lampa í honum núna. Setja t.d. JJ lampa í hann (fást í Miðbæjarradíói).
Einnig skiptir máli hvernig gítar þú ert að tengja í magnarann,,, er þetta gítar með single coil eða humbucker, hvernig pickupar (stock eða brand name) ???
Mér finnst líklegra að þetta sé frekar combo af hvernig gítar þetta er í magnara og EQ stillingar á magnara. Humbucker er þykkari og verður meira muddy en t.d. single coil er mun bjartari og nauðsyn að stilla EQ á magnara í samræmi við það.
Prófa annað gítar í gegnum magnarann væri fyrsta test-ið.