Þann 28. nóvember verður myndband við lagið “Live to Rock” eftir gömlu kempurnar í bresku sveitinni SAXON frumsýnt á Youtube. Drengirnir í Saxon munu við það tækifæri setja af stað hina svokölluðu Riff King gítarkeppni. Í hverju felst hún? Jú, í laginu er auðvitað veglegt gítarsóló en í myndbandinu verður búið að taka það út og hlutverk keppenda er að taka upp sitt eigið sóló og senda á Youtube!
Aðdáendur bandsins og hljómsveitarmeðlimir sjálfir munu svo sjá um að fara yfir og velja sigurvegarann. Biff Byford mun svo persónulega tilkynna verðlaunin innan tveggja vikna á Youtube rás Riff King keppninnar.
Smá kynningarmyndband:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1bYdkqKHEnk
Sjá:
http://www.myspace.com/saxonriffking
og svo: http://www.youtube.com/riffking
Endilega takið þátt í þessu góðir hálsar!
Resting Mind concerts