Fuzz pedalar eru auðveldir :)
Ég myndi giska á bilinu 6-9 þúsund kall myndi covera flest allt, standa undir efniskostnaði og gera það tímans virði fyrir mig, (þetta er hobbí, ég geri þetta því ég hef gaman að því, og einhver sagði að sannir snillingar væru þeir sem fá fólk til að borga sér fyrir það sem þeir gera frítt ;)
Fuzz, overdrive, distortion, phaser, flanger, switch box, allt frekar þægilegt og yfirleitt smíðað úr stöðluðum pörtum. Delay og reverb eru aðeins erfiðari, því það þarf sérstaka delay kubba (bucket brigade delay), en ég skal sjá hvað er mögulegt :)
Annars er þetta ennþá á hugmyndastigi hjá mér. Mesta vinnan liggur í að búa til teikningar, rásaborð og allt það, en síðan er enga stund gert að vippa upp einu rásaborði og fylla það af íhlutum…