Talaðu við þá í Tónastöðinni eða Rín, þeir selja þér ekkert drasl af því að þeir vilja að þú komir aftur og kaupir meira seinna.
Það er almennt frekar hár standard á þeim hljóðfærum sem verið er að selja hérna í verslunum á Íslandi, lítið um vafasamt drasl þótt það finnist ef vel er leitað.
Ef ég væri að kaupa mín fyrstu hljóðfæri þá myndi ég reyna að skrapa saman fyrir litlum Marshallmagnara og Fender Stratocaster, þeir eru til á góðu verði í Tónabúðinni, eða voru það allavega síðast þegar ég gáði,þá voru það Fenderar búnir til í Mexíkó og kostuðu helminginn af því sem USA útgáfan kostaði, sami gítarinn samt.
Marshallmagnara fær maður í Rín, þeir eru til alveg niður í lítil kríli en þeir hljóma flestir vel.
Það er hægt að kaupa ódýrari græjur en tilfellið er að maður á alltaf að reyna að kaupa eitthvað gott sem maður verður sáttur við áfram, ég hef reynt að spara mér einhverja þúsundkalla stundum í hljóðfærakaupum og endað með hluti sem ég var kannski ekki alveg ánægður með, sko.
Lifi skítarokkið!
Elvis2
<br><br>Mulcibe
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.