Ég er hérna með eitt stykki Roland SH-101, sem pabbi á reyndar, frá byrjun níunda áratugarins. Það eru nokkur vandamál eins og hand heldur ekki stillingu, veit að þetta hljómar fáranlega með syntha en hann heldur s.s. ekki stillingu almennilega og hún helst ekki stöðug sem er jú vandamál ef maður er að nota hann í gegnum heilt lag. Síðan eru outputin eitthvað pínu leiðinleg og tveir takkar virka ekki almennilega.
Það væri frábært ef einhver gæti bent mér á einhvern sem kann að laga/yfirfara svona gamla syntha.
Takk fyrir.
“Casual Prince?”