Sæl.
Ég er í bílskúrshljómsveit og erum búnir að koma okkur ágætlega fyrir. Kominn sófi, teppi og annar lúxusvarningur.

En við höfum alltaf verið í basli með hvernig við reddum hljóðinu fyrir sönginn. Er með Shure Beta 58A sem mér finnst mjög fínn, vandamálið er að magna þetta upp.

Hvernig hefur fólk verið að leysa þetta, ódýru leiðina? Gæti svosem eytt einhverjum þúsundköllum í þetta, ef við miðum við budget 50.000 kr.

Með hverju mælið þið? :)