Ég veit ekki hvort það sé sniðug hugmynd að “skemma” hljóðfærið svona :/
Það er reyndar mjög skemmtilegt að bæta við 1 Jazz bass PU hjá brúnni.
Ég lét gera það við P bassann minn og það koma alveg frábærlega út.
En að vera að troða öllum þessum pickuppum í einn bassa kallar, myndi ég halda,
á lítið annað en vesen og alls óvíst er að þetta muni hljóma vel.
Ég myndi skjóta á rosalega djúpt algerlega litlaust hljóð, eða e-ð í þá áttina.
Er ekki viss um að 2 JB PU í neck myndu gera mikið gagn, það er það lítið pláss þarna
á milli til að það verði e-r verulegur soundmunur á þeim.
En ef þú ert í e-m svona pælingum myndi ég allavega byrja á því að
setja 1 JB PU í brúnna og hugsa mig svo vel um hvort þú viljir vera að
troða fleiru í bassann.
Annars veit ég um einn sem er búinn að setja 2 JB og 1 PB PU í bassann sinn.
Stu Hamm heitir hann, hannaði með Fender Urge bassann.
MYNDMér finnst þetta hryllilega ljótt, en getur vel verið að þetta virki fyrir hann (og já þetta er active) :)