Já, daginn!
Ég er með eina Epiphone Les Paul 100. Skammast mín að segja það en þetta er með ódýrustu ef ekki ódýrasta Epiphone Lessan. En þannig er að þetta er ágætu gítar þannig séð, Þægilegt að spila á hann og sonna.
Eina sem ég hef út á að setja eru stilliskrúfurnar og pikköpparnir.
Ég hef ekki hugmynd um hvaða pikköppa ég á að kaupa. Sándið sem ég er að leita af er svona 60´s blues rokk, gamaldags. Ég er ekki að fara að spila eitthvað insane overdrive en þeir verða að ráða við eitthvað.
Svo er annað veit einhver hvað svona Gibson stilliskrúfur kosta og eru þetta góðar stillskrúfur eða eitthvað drasl. (töff að hafa upp á lúkkið en ef þeir eru lélegar er lítið gang í þeim)
Þið megið líka benda mér á góðar stilliskrúfur.