Það er spurning í hvað þú ætlar að nota svoleiðis, ef þú ert að spá í græju til að nota á sviði þá held ég að svona Akai MPC sé málið, þeir eru með 12 eða 16 rofum til að triggera sömplin.
Ég hef annars aldrei verið mikið fyrir hardware samplera, finnst best að hafa svoleiðis bara í tölvu þar sem ég hef stærri skjá en þessa litlu lcd skjái sem eru á öllum hardware samplerum til að editera sömplin.
Ef ég ætlaði að fara út í samplerapakkann hvort sem væri þá til tónleikanotkunar eða til að nota í stúdíói þá myndi ég bara kaupa mér notaða fartölvu og finna mér samplerhugbúnaðinn á netinu, svo bæta við annaðhvort midihljómborði eða einhverskonar triggerdóti sem myndi bara tengjast í tölvuna.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.